Umf Glói hugar að umhverfinu okkar

Fjöruhreinsun

Í gær sunnudaginn 26. ágúst vann Umf Glói ásamt fjölskyldum að fjöruhreinsun í Siglufirði.

Gengu þau og hreinsuðu fjöruna "út í Bakka" og Hvanneyrarkrókin. Var þar þó nokkuð af rusli, að sögn, mest plast, járn og netadræsur.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem félagsmenn í Glóa huga að umhverfismálum því áður hefur verið farið í svipaðar hreinsunarferðir og svo er félagið með reit í Skógrækt Siglufjarðar þar sem félagsmenn hafa nú þegar plantað um 1.000 plöntum. Þrátt fyrir að langt sé síðan gróðursett var þar síðast hafa plönturnar dafnað vel og veita nú m.a. golfurum sem spila á nýja golfvellinum skjól fyrir norðanáttinni þegar þeir leika holu 5.

Hyggst félagið gera meira af slíku í framtíðinni.

Þökkum við félögum Glóa fyrir frábært framtak í þágu okkar allra.


Mynd: Þórarinn Hannesson