Tröllaskagaminigolf

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 4. des. kynnti Þorsteinn Ásgeirsson hugmyndir sínar um gerð minigolfvallar í Ólafsfirði.

Hugmyndin gengur út á að hönnun brauta verði sögutengd Tröllaskaga frá Akureyri til Hóla í Hjaltadal. Fyrirhuguð staðsetning yrði á svæðinu milli bókasafnsins og grunnskólans.
Nefndarmönnum leist vel á þessar hugmyndir og telur að þær falli vel að hugmyndum um gerð Tröllagerðis. Nefndin samþykkti fyrirhugaða staðsetningu austan við bókasafnið.