Siglufjörður mun iða af lífi þegar fjölskylduhátíðin Trilludagar verður haldin dagana 29. -30. júlí nk.
Trilludagar eru glæný fjölskylduhátíð af bestu gerð, þar sem gestum, á öllum aldri, verður m.a. boðið uppá sjóstöng og skemmtisiglingar út á fjörðinn fagra. Boðið er uppá grill á hafnarbakkanum, síldarsöltun, dans og gleði svo fátt eitt sé nefnt.
Dagskrá verður sem hér segir:
*stjörnumerking þýðir að krafist er aðgangseyris.
Föstudagur 28. júlí
Kl. 16:00 Ljóðasetur Íslands - Lifandi viðburður
Kl. 19:00 Tapas og trillustemning á Kaffi Klöru í Ólafsfirði
Kl. 22:00 - 01:00 Kaffi Rauðka - Emmsjé Gauti Tónleikar
Laugardagur 29. júlí
Kl. 10:00 - 10:15 Setning Trilludaga - Sverrir Sveinsson fyrrum formaður Smábátafélagsins Skalla setur hátíðina
Kl. 10:15 - 16:00 Frítt á sjóstöng og í útsýnissiglingar út á fjörðinn fagra - Nesti um borð í boði Kjörbúðarinnar og Aðalbakarí á Siglufirði
Kl. 10:00 – 17:00 Landnámshænur - Sýning í Bláa húsinu við Rauðku - Ingi Vignir Gunnlaugsson sýnir hænur úr einkaræktun
Kl. 11:00 - 16:00 Grill, fjör og harmonikkutónlist á hafnarsvæðinu allan daginn
*Kl. 12:00 -14:00 Síldar- og sjávarréttarhlaðborð á Hannes Boy
Kl. 13:30 – 14:00 Söngvaborg skemmtir á Rauðkusviði
Kl. 14:30 – 15:00 Síldargengið tekur rúnt um miðbæinn
Kl. 15:00 - 16:00 Síldarsöltun við Síldarminjasafnið. Söltuð síld við Róaldsbrakka. Harmonikkuleikur og bryggjuball að sýningu lokinni
Kl. 16.00 - 18:00 Fjölskyldugrill á hafnarsvæðinu í boði Kjörbúðarinnar á Siglufirði
Kl. 18:00 - 18:30 Leikhópurinn Lotta á Rauðkusviði
Kl. 20:00 - 21:00 Trillutónleikar á Rauðkusviði
Kl. 23:00 - 01:00 Kaffi Rauðka – Trilludansleikur
Sunnudagur 30. júlí
Kl. 11:00 - 12:00 Messa í Skarðdalsskógi, (skógræktinni) undir berum himni. Séra Sigurður Ægisson messar.
Kl. 11:00 - 16:00 Landnámshænur - Sýning í Bláa húsinu við Rauðku - Ingi Vignir Gunnlaugsson sýnir hænur úr einkaræktun
*Kl. 11:00 - 12:00 Leikhópurinn Lotta. Leiksýning á Blöndalslóð
Kl. 14:00 - 15:30 Hestasport fyrir krakka við Mjölhúsið. Fjölskyldan á Sauðanesi kemur með hestana sína í bæinn og leyfir krökkum að fara á bak
Kl. 14:00 - 16:00 Trillutónleikar á Rauðkusviði
*Viðburðir sem krefjast aðgöngueyris
Dagskrá Trilludaga til útprentunar (PDF)