Tónleikar og sögustund

Sinead Kennedy
Sinead Kennedy

Tónleikar og sögustund með Sinead Kennedy í Alþýðuhúsinu 21. júlí kl. 20:00 

Sinead Kennedy hefur spilað á fiðlu síðan hún var sjö ára. Tónlistin sem hún spilar í dag er hefðbundin írsk danstónlist. Hún fór ekki í hefðbundið tónlistarnám en lærði að spila hjá nágrönnum sínum og ættingjum í Co. Meath and Co. Donegal, Ireland.
Sinead dvelur nú í annað sinn í þrjá mánuði í Listhúsinu á Ólafsfirði og vinnur þar að málverkum og tónlist.
Á fimmtudagskvöldið 21. júlí kl. 20:00 verður Sinead með uppákomu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði þar sem hún í nálægð við áhorfendurna spilar á fiðluna og segir sögur.

Allir velkomnir.