Tjaldsvæði Ólafsfirði

Frá tjaldsvæðinu í Ólafsfirði
Frá tjaldsvæðinu í Ólafsfirði

Framkvæmdir eru nú hafnar á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði. Verið er að hækka svæðið til að koma í veg fyrir að svæðið fari á flot í miklum rigningaveðrum en líkt og heimamenn þekkja er alls ómögulegt að nýta tjaldsvæðið þegar þannig viðrar. Byrjað verður á nyrsta hluta svæðisins samtals 4.400 fm.  Keyrt verður malarefni í svæðið, síðan sett mold yfir og loks verður tyrft yfir svæðið. Gert er ráð fyrir að hanna nýja runna / skjólbelti á þessu ári. Þeir verða svo settir upp í næsta áfanga þegar syðri hlutinn verður hækkaður.

Áætluð verklok á þessum hluta svæðisins er 15. júlí og er gert ráð fyrir að hægt verði að hleypa inn á svæðið í byrjun ágúst.  Þrátt fyrir þessar framkvæmdir verður hægt að nýta syðri hluta svæðisins fyrir gesti og ferðamenn sem vilja gista á tjaldsvæðinu.

Verktaki er Smári ehf.

Kaffi Klara sér um rekstur tjaldsvæðisins samkvæmt samningi þar um við bæjaryfirvöld í Fjallabyggð.