Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi
sínum 17. mars 2009 að auglýsa tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Siglufjarðar
2003-2023 og auglýsist hún hér með.
Tillagan er auglýst með vísan til 2. mgr. 21. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.
Aðalskipulagsbreytingin
gerir ráð fyrir að 603 m2 lóð á horni Þormóðsgötu og Norðurgötu sem
nú er skilgreind sem athafnasvæði verði skilgreind sem iðnaðarsvæði. Þar gerir Rarik ráð fyrir að reisa
spennistöð.
Skipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum
Fjallabyggðar, Gránugötu 24 á Siglufirði og Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði frá kl.
8.00 til 16.00 alla virka daga frá 20. apríl 2009 til 11. maí 2009. Tillagan er einnig til sýnis í sýningarrými
Skipulagsstofnunar að Laugavegi 166, Reykjavík.
Þeir sem vilja gera athugasemd við tillöguna
skulu gera það með skriflegum hætti í síðasta lagi fyrir kl. 16:00 mánudaginn 11.
maí 2009. Hægt er að skoða
skipulagstillöguna hér.
Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögu þessa innan tilskilins frests
telst samþykkur henni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Fjallabyggðar