Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi 15. mars sl. að leggja fram tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verndarsvæði í byggð innan þéttbýlisins á Siglufirði, sbr. 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Svæðið sem um ræðir er um 7.000m2 að stærð og afmarkast af Aðalgötu til suðurs, Norðurgötu til austurs, Eyrargötu til norðurs og Grundargötu til vesturs.
Tillagan fjallar um verndargildi byggðarinnar á umræddu svæði og skilgreindir eru þeir þættir í svipmóti byggðarinnar sem talið er mikilvægt að varðveita og settir fram skilmálar sem tryggja verndun þess.
Til grundvallar tillögunni er húsakönnun og fornleifaskráning unnin árið 2017 ásamt ítarlegri samantekt um byggðina innan verndarsvæðisins. Í greinargerð með tillögunni er svo greining á núverandi svipmóti svæðisins.
Tillagan ásamt greinargerð og fylgiriti liggja frammi á tæknideild í Ráðhúsi Fjallabyggðar og á heimasíðu sveitarfélagsins www.fjallabyggd.is. Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við tillöguna og skal þeim skilað skriflega á skrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is fyrir lok 30. apríl n.k.
Tillögu og greinargerð má sjá hér
Fylgirit má sjá hér