Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 21. mars 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er gerð í samræmi við frumhönnun sem kynnt var íbúu og hagaðilum árið 2021 og felur m.a. í sér breytta legu bílastæða við Suðurgötu, staðsetningu bílastæða við Aðalgötu er hnikað til og fækkað um 2 stæði, útlit almenningssvæðis við miðbæjartorg er að miklu leyti breytt til baka að núverandi útliti, lega Lækjargötu er hnikað aðeins til svo hún sé fjær brunndælunni og þ.a.l. staðsetningu bílastæða við Lækjargötu að einhverju leyti breytt og fækkað um 2 stæði.
Nánari upplýsingar eru á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar undir slóðinni: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/336
_________________________________________________________________________________
Tillaga að breytingu deiliskipulags miðbæjarins liggur frammi á upplýsingatöflu á 3.hæð Ráðhúss Fjallabyggðar við Gránugötu 24 á Siglufirði og á nýjum vef Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is.
Frestur til að skila inn athugasemdum er frá 28. mars til og með 10. maí 2024. Eingöngu er tekið við athugasemdum og ábendingum á rafrænan hátt í gegnum skipulagsgátt, bein slóð inn á málið er skipulagsgatt.is/issues/2024/336. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum hjá skipulagsfulltrúa í gegnum netfangið iris@fjallabyggd.is.
Skipulagsfulltrúi Fjallabyggðar
*Hlekkur á skipulagsuppdráttinn*