Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032

Kirkjugarður við Brimnes -Ólafsfirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 12. desember 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er unnin samhliða vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir kirkjugarð við Brimnes þar sem núverandi grafreitur í bænum er nánast fullnýttur.

Nánari upplýsingar eru á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar undir slóðinni: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/989

Tillaga að deiliskipulagi nýs kirkjugarðs við Brimnes - Ólafsfirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 12. desember 2024 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir kirkjugarð við Brimnes í Ólafsfirði, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið skipulagsins er að tryggja nægilegt landrými fyrir grafreiti Ólafsfirðinga a.m.k. næstu 30 - 50 árin og afmarka landsvæði sem er hægt að móta fyrir grafreiti eftir þörfum.

Nánari upplýsingar eru á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar undir slóðinni: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/990

Tillögur að breytingu aðalskipulags og nýju deiliskipulagi liggja frammi á upplýsingatöflu á 3.hæð Ráðhúss Fjallabyggðar við Gránugötu 24 á Siglufirði og á bókasafni Fjallabyggðar við Bylgjubyggð 2B í Ólafsfirði og á nýjum vef Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is.

Frestur til að skila inn athugasemdum er frá 19. febrúar til og með 2. apríl 2025. Eingöngu er tekið við athugasemdum og ábendingum á rafrænan hátt í gegnum skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum í gegnum netfangið taeknideild@fjallabyggd.is eða hjá verkefnastjóra tæknideildar í síma 464-9100.

Pálmi Blængsson, verkefnastjóri tæknideildar.