Eftirfarandi tilkynning barst frá Grunnskóla Ólafsfjarðar vegna öskudags:
Góðan dag
Í næstu viku rennur upp hinn árlegi öskudagur en þá hafa nemendur Grunnskóla Ólafsfjarðar, ásamt yngri börnum, heimsótt fyrirtæki og stofnanir í bænum og glatt starfsfólk með söng sínum.
Samkvæmt skóladagatali sem samþykkt var síðastliðið vor var ákveðið að kenna til hádegis og munum við fá heimsókn frá Jóhanni Breiðfjörð sem verður með kennslu í tæknilegó fyrir alla aldurshópa.
Nemendur munu því heimsækja fyrirtæki eftir hádegi þennan dag og syngja og þiggja eitthvert góðgæti í staðinn.
Með þessum pósti er reynt að láta sem flesta er tengjast fyrirtækjum og stofnunum vita af þessari breytingu og endilega látið berast ef þið sjáið að einhvern vantar á þennan lista.
Með von um dagurinn verði skemmtilegur hér eftir sem hingað til.
Kveðja góð,
Starfsfólk G.Ó.