Samkvæmt „Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Fjallabyggð“ ber fyrirtækjum að sjá um og bera kostnað af flutning og förgun á þeim úrgangi sem fellur til við starfsemina.
Fjallabyggð getur heimilað að fyrirtæki fái sömu þjónustu og heimili í sveitarfélaginu varðandi úrgang sem er sambærilegur við heimilisúrgang, gegn greiðslu kostnaðar.
Fyrirtækjum er ekki heimilt að losa úrgang á gámasvæðin nema gegn gjaldi.
Á það skal bent að með flokkun geta fyrirtæki sparað sér umtalsverðar fjárhæðir og jafnvel fengið greitt fyrir ýmsa flokka ef rétt er flokkað t.d. góðmálma og bylgjupappír. Endurnýtanlegt hráefni þarf ekki að greiða fyrir nema gámaleigu og flutning.
Annað sem fer til urðunar er greitt fyrir að fullu.
Fyrirtæki geta leitað tilboða frá þeim aðilum sem sinna starfsemi að þessu tagi.
Upplýsingar um kostnað við urðun má sjá á heimasíðu Flokkun Eyjafjarðar ehf. www.flokkun.is við það bætist svo flutningur og gámaleiga.
Upplýsingar um flokkun er m.a. að finna á heimasíðu Fjallabyggðar www.fjallabyggd.is eða hjá undirrituðum.
Umhverfisfulltrúi Fjallabyggðar