Tilkynning vegna framkvæmda og lokunar í Aðalgötu á Siglufirði

Afmörkun framkvæmdasvæðis
Afmörkun framkvæmdasvæðis

Sunnudaginn 12. maí hefjast framkvæmdir við síðasta áfanga í endurnýjun Aðalgötu á Siglufirði og jafnframt fyrsta áfanga í nýju skipulagi miðbæjarins. Framkvæmdaraðili er Sölvi Sölvason.

Á meðfylgjandi mynd má sjá afmörkun framkvæmdasvæðisins sem nær frá gatnamótum Túngötu/Aðalgötu að gatnamótum Aðalgötu/Grundargötu. Ljóst er að óhjákvæmilegt rask verður á svæðinu á meðan á framkvæmdum stendur en framkvæmdinni verði skipt upp í tvo áfanga þar sem unnið verði á helmingi svæðisins í einu til að valda sem minnstum óþægindum fyrir rekstraraðila á svæðinu. Fyrri hluti verksins sem hefst á sunnudaginn nær frá horni Aðalgötu/Grundargötu og að horni Aðalgötu/Lækjargötu. Þessum hluta verður þá lokað fyrir bílaumferð en hægt verður að ganga norðanmegin götu fyrst um sinn.

Framkvæmdin felur í sér lagningu nýrra lagna í götu, nýja hellulögn á gangstéttar og bílastæði, uppsetningu nýrra ljósastaura og nýtt malbik á götu. Öll hönnun og frágangur svæðisins miðast við að gera vistgötunni góð skil þar sem umferð gangandi og hægfara faratækja — eins og reiðhjóla, hjólaskauta eða hjólabretta — hefur forgang fram yfir umferð bíla.