Tilkynning til íbúa, eigenda sumarhúsa og gesta í Fjallabyggð vegna veðurviðvörunar !

Tilkynning til íbúa, eigenda sumarhúsa og gesta í Fjallabyggð vegna veðurviðvörunar !
 
Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðvörun sína vegna veðurs á morgun, þriðjudaginn 10. október, úr gulu í appelsínugula. Viðvörun er í gildi frá klukkan 06 á þriðjudag til klukkan 06 á miðvikudag.

Norðvestan og norðan 15-23 m/s og rigning eða slydda, en snjókoma á heiðum, allvíða talsverð eða mikil úrkoma. Færð versnar því ört á fjallvegum og samgöngutruflanir eru líklegar.

Vegagerðin hefur gefið eftirfarandi út:

Von er á allt að 12 metra ölduhæð úti fyrir Norður- og Vesturlandi á morgun, þriðjudaginn 10. október. Veðrið færist síðan austur með Norðurlandi þegar líður á daginn og verður úti fyrir Norðausturlandi aðfaranótt miðvikudags. Búast má við nokkurri ókyrrð í höfnum sem opnar eru fyrir norðlægum áttum.
Vegagerðin mælir og spáir fyrir um ölduhæð og þær upplýsingar má finna á vefnum www.sjolag.is Eigendur báta eru hvattir til að yfirfara festingar við viðlegukanta og sýna varúð þegar farið er á sjó á minni bátum.

Íbúar og eigendur sumarhúsa eru sérstaklega beðnir um að hreinsa vel frá niðurföllum, ganga frá öllu lauslegu utan dyra og binda niður sorpílát.