Til forráðamanna barna í Leikskóla Fjallabyggðar

Allt útlit er nú fyrir að boðað verkfall Félags leikskólakennara (FL) komi til framkvæmda n.k. mánudag.

Samkvæmt túlkun FL er ekki heimilt að halda opnum deildum þar sem deildarstjóri fer í verkfall.  Í Fjallabyggð eru allir deildarstjórar í FL og því verður engin deild opin í leikskóla Fjallabyggðar á meðan á verkfalli stendur nema úrskurður um annað liggi fyrir.

 

Við vonum í lengstu lög að samningar takist áður en til verkfalls kemur og eru forráðamenn barna í leikskólanum því hvattir til að fylgjast vel með fréttum af samningaviðræðum og tilkynningum á heimasíðum Leikhóla og Leikskála um þróun mála.

 

Olga Gísladóttir, skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar