Þorrablótið KKS í vesturhluta Fjallabyggjar tókst með ágætum.

Samkvæmt upplýsingum KKS mættu um 450 manns í Íþróttahúsið á Sigló á  Þorrablót KKS og skemmtu sér víst mjög vel.  Skemmtidagskráin hófst eftir níu, yfir seinni matarumferðinni.

Þar hóf Örlygur Kristinsson upp raust sýna og talaði um hvernig er að vera Siglfirðingur nær og fjær. Eftir það tóku við heimatilbúin skemmtiatriði og bar þar hæst Piparsveinatríóið og Kristján Hauksson í gervi Ladda sem er gaurinn sem söng Austurstræti í gamladag. Þegar búið var að slíta formlegu blóti byrjaði ball með hljómsveitinni KARMA með Labba í Mánum í fararbroddi. Þeir hrifu gesti upp úr sætunum og fylltu dansgólfið þar til dæmið var flautað af.