Kjörfundur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu
Við þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars nk., um framtíðargilda laga nr. 1/2010 um breytingu á lögum nr. 96/2009 um heimild til handa fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisjóðs til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innistæðueigenda hjá Landsbanka Ísland hf., er skipting í kjördeildir í sveitarfélaginu Fjallabyggð sem hér segir:
Í kjördeild I í Ráðhúsi Siglufjarðar, 2. hæð kjósa íbúar Siglufjarðar.
Kjörfundur hefst kl. 10:00.
Í kjördeild II í Gagnfræðaskólanum í Ólafsfirði kjósa íbúar Ólafsfjarðar.
Kjörfundur hefst kl. 10:00.
Kjörfundi má slíta átta klukkustundum eftir að kjörfundur hefst, hafi hálf klukkustund liðið frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 20:00.
Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum sé þess óskað.
Kjörskrá fyrir Fjallabyggð liggur frammi á skrifstofum Fjallabyggðar að Gránugötu 24 Siglufirði og Ólafsvegi 4 Ólafsfirði frá og með 27. febrúar 2010 til kjördags, á opnunartíma. Einnig er bent á vefinn www.kosning.is, en þar er á auðveldan hátt hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.
Upplýsingar um Icesave-lögin og Icesave samningana er að finna á www.thjodaratkvaedi.is og www.island.is.