Tankarnir við Ólafsfjarðarhöfn rifnir

Tankarnir bútaðir niður.
Tankarnir bútaðir niður.
Í síðustu viku var hafist handa við niðurrif olíutanka Skeljungs við höfnina í Ólafsfirði. Nú er röðin svo komin að lýsistönkum fiskimjölsverksmiðjunnar sem starfsrækt var fyrr á árum, sem eru í eigu Vélsmiðju Ólafsfjarðar.

Það er málmendurvinnslufyrirtækið Fura ehf. í Hafnarfirði sem sér um niðurrifið. Brotajárnið verður flutt í Hafnarfjörðinn, þar sem það er bútað niður til flutnings til Sevilla á Spáni þar sem það verður svo brætt niður. Hver veit nema hluti tankanna snúi aftur sem öxull í Mercedes Benz bifreið eða sem keðja í troll hjá netaverkstæðinu...

tankarnir_rifnir_640