Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012 – 2024

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar auglýsir hér með tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024 og umhverfisskýrslu. Sveitarstjórnir allra þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að skipulagstillögunni hafa samþykkt hana til auglýsingar, en sveitarfélögin eru þessi:

Grýtubakkahreppur
Svalbarðsstrandarhreppur
Akureyri
Eyjafjarðarsveit
Hörgársveit
Dalvíkurbyggð
Fjallabyggð

Eftirtaldir efnisþættir eru teknir til umfjöllunar í skipulagstillögunni:

a)   Almenn stefna um byggðaþróun.
b)   Samgöngur:
·      Vegamál (jarðgöng).
·      Hafnamál (vöruhafnir).
·      Flugmál (Akureyrar­flugvöllur).
c)   Iðnaðarsvæði.
d)   Stefna um nýtingu landbúnaðarlands.
e)   Efnistökusvæði.
f)    Vatnsverndarsvæði.
g)   Meðhöndlun úrgangs.
h)   Strandsvæði Eyjafjarðar, flokkun.
i)    Veitukerfi: Flutningslínur raforku.

Skipulagstillagan, sem auglýst er með vísan til 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, mun liggja frammi á skrifstofum fyrrnefndra sveitarfélaga og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá og með 28. júní 2013 til og með 23. ágúst 2013.
Á sama tíma verður tillagan einnig aðgengileg á vef hvers aðildarsveitarfélags.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillöguna áður en athugasemdafresturinn rennur út eða fyrir 23. ágúst 2013.

Hér er tengill á :  Skipulagstillögu   Helstu forsendur  Umhverfisskýrslu

Athugasemdum skal skila í skriflegu formi til:

Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf.,
Kaupangi við Mýrarveg,
600 Akureyri.

Eyjafjarðarsveit  27. júní 2013.
Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar