Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Mynd: Síldarminjasafni Íslands
Mynd: Síldarminjasafni Íslands

Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Sunnudaginn 20. maí 2018 kl. 13:00 - 14:00 mun Ómar Hauksson spjalla um gamla tíma á Siglufirði.

Tilefnið er 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar og vert að líta um öxl og rifja upp söguna.

Ómar hefur til fjölda ára gengið með gesti um Siglufjörð og sagt sögur af húsum og fólki sem þar hefur búið og starfað. Hann mun því taka okkur í ferðalag aftur í tímann og eru gestir velkomnir að leggja orð í belg.

Eins og venjulega verður boðið uppá veitingar og mun það vera súpa og brauð í þetta skiptið. Allir eru velkomnir.

Uppbyggingasjóður, Fjallabyggð og Egilssíld styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Ljósmyndin í viðburðinum er fengin að láni hjá Síldarminjasafni Íslands.