Sundlaugin í Ólafsfirði opnar

Sunnudaginn 22. ágúst mun sundlaugin í Ólafsfirði verða opin frá kl. 10:00 - 13:00. Búið er að koma sundlauginni og vaðlauginni í gagnið. Enn er verið að vinna við framkvæmdir á svæðinu og verður því ekki full opnun í næstu viku. Opnun næstu viku verður auglýst nánar á morgun, en búast má við að hún verði opnuð á morgnana og svo aftur um miðjan dag.