Styrkveiting úr Leonardo da Vinci sjóð Evrópusambandsins.

Nýverið hlaut Siglufjarðarkaupstaður styrk úr Leonardo da Vinci sjóð Evrópusambandsins. Styrkurinn er ætlaður til mannaskipta/starfsmannaskipta fyrir leiðbeinendur og stjórnendur fyrirtækja og stofnana. Styrkupphæðinn verður notuð fyrir nokkra sjórnendur bæjarins til að kynna sér sveitarfélag eða sveitarfélög innan Evrópusambandsins. Nánar má sjá lista yfir þá sem fengu úthlutað á slóðinni www.leonardo.is Siglufjarðarkaupstaður er fyrsta sveitarfélagið hér á landi sem fær úthlutað úr sjóðnum. Gert er ráð fyrir að verkefnið fari að stað seinnipartinn á þessu ári.