Menntamálaráðherra hefur ákveðið að veita allt að 180 m.kr. til menntaverkefna á landsbyggðinni sem eru þáttur í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna tímabundins aflasamdráttar.
Menntamálaráðherra hefur ákveðið að veita allt að 180 m.kr. til menntaverkefna á landsbyggðinni sem eru þáttur í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna tímabundins aflasamdráttar. Veittir verða styrkir til 59 verkefna að þessu sinni.
Við undirbúning styrkveitinga voru símenntunarmiðstöðvar og framhaldsskólar á landsbyggðinni skilgreind sem samstarfsaðilar verkefna sem undirbúin voru í samráði við hagsmunaðila á viðkomandi svæði (stéttarfélög, fyrirtæki og sveitarfélög). Áhersla var lögð á að styrkja menntunarverkefni sem væru til þess fallin að mæta afleiðingum samdráttar í fiskveiðum og fiskvinnslu.
Menntamálaráðuneyti hafði samráð við iðnaðarráðuneyti sem gekkst fyrir greiningu Byggðastofnunar á afleiðingum aflasamdráttar eftir sveitarfélögum um land allt. Jafnframt var ákveðið að leggja sérstaka áherslu á þróunarverkefni til lengri tíma í Vestmannaeyjum og á Höfn í Hornafirði í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Heildarupphæð styrkja sem ákveðnir hafa verið skiptist þannig á milli svæða.
Suðurnes
|
20.2 m.kr.
|
Vesturland
|
16.6 m.kr.
|
Vestfirðir
|
24.2 m.kr.
|
Norðurland vestra
|
12.0 m.kr.
|
Eyjafjörður
|
5.3 m.kr.
|
Þingeyjarsýsla
|
12.0 m.kr.
|
Austurland
|
24.9 m.kr.
|
Hornafjörður
|
25.0 m.kr.
|
Suðurland (Þorlákshöfn)
|
10.2 m.kr.
|
Vestmannaeyjar
|
29.0 m.kr.
|
Styrkveitingar eru að hluta til háðar framvindu verkefna og þátttöku í þeim. Jafnframt mun menntamálaráðuneyti fylgjast með framkvæmd verkefna, meta möguleika á yfirfærslu vel heppnaðra aðgerða og stuðla að samstarfi milli landshluta.