Stutt í að útboðsgögn vegna Siglufjarðarganga verði send út

Samkvæmt heimildum local.is mun Vegagerðin senda útboðsgögn í þessari, eða næstu viku, til fimm aðila sem valdir voru í forvali til að taka þátt í útboði vegna Siglufjarðaganga. Þessir fimm aðilar eru þeir sömu og valdir voru til að bjóða í Fáskrúsðfjarðargöng nema hvað Kraftverki ehf., Eykt ehf. og Héraðsverki ehf. var gefinn kostur á að finna nýjan samstarfsaðila en Veidekke AS hætti við þátttöku í Fáskrúðsfjarðagöngum.Nokkur dráttur hefur orðið á að útboðsgögn, vegna Siglufjarðarganga, bærust til vektakanna og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er það vegna þess að gögnin eru flókin og mikil vinna að fara yfir þau. Að undanförnu hafa starfsmenn Vegagerðarinnar verið að fara gaumgæfilega yfir útboðsgögnin og lagfæra áður en þau verða send út.Þeir verktakar sem fá munu útboðsgögn, auk fyrrgreindra, eru:Ístak hf. og E. Pihl og Sön AS.NCC AS og íslenskir aðalverktakar hf..Balfour Beatty Major Projects.Scandinavian Rock Group AS og Arnarfell ehf.. Ekki er komin nákvæm dagsetning á hvenær tilboðin verða opnuð en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður það líklega um miðjan maí. Frétt á local.is