Undanfarin misseri hefur verið unnið að stefnumótun í Fjallabyggð. Fjórar stefnur hafa þegar litið dagsins ljós og verið samþykktar í bæjarstjórn. Fleiri stefnur eru í vinnslu og undirbúningi.
Fræðslustefna og starfsmannastefna voru samþykktar á 36. fundi bæjarstjórnar þann 17. mars sl. Menningarstefna og frístundastefna voru svo samþykktar á 38. fundi bæjarstjórnar, sem haldinn var í gær, 19. maí. Stefnumótunin var unnin í samvinnu kjörinna fulltrúa og starfsmanna, en einnig var leitað eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila og áhugafólks. Stefnunum er ætlað að vera leiðbeinandi við ákvarðanatöku.
Vinna við stefnumótun í atvinnumálum er þegar hafin, sem og undirbúningur stefnumótunar í félagsþjónustu. Einnig er verið að vinna að aðalskipulagi Fjallabyggðar, en það er stefnumótun sveitarfélagsins í nýtingu landsvæða í sveitarfélaginu.
Stefnurnar eru birtar undir Stjórnsýsla - skjalageymsla.