Stefna beri að framhaldsskóla á Siglufirði

Mögulegt er að framhaldsskóli taki til starfa á Siglufirði með tilkomu jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar en þingmenn lýstu þeirri hugmynd sinni á fundi þar þegar Sturla Böðvarsson kynnti nýja framkvæmdaáætlun vegna ganganna. Fyrsti bekkur gæti tekið til starfa haustið 2006 og þegar göngunum verður lokið, í árslok 2009, yrði kominn þar framhaldsskóli sem næði til allra bekkjardeilda.Þingmennirnir Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og Birkir Jónsson, Siglfirðingur og þingmaður Framsóknarflokksins, lýstu þessum möguleika og sagði Halldór Blöndal að framhaldsskóli út með Eyjafirði væri gamalt baráttumál og hefði alltaf tengst þessari framkvæmd. Kvaðst hann hafa lýst því yfir á Alþingi að fyrsti bekkur framhaldsskóla tæki til starfa á Siglufirði haustið 2006 og stefna ætti að því að þegar göngin væru komin í gagnið yrði kominn þar framhaldsskóli sem tæki til allra bekkjardeilda.Birkir Jónsson sagði að hvergi annars staðar hér á landi væri yfir fjögur þúsund manna byggðarlag þar sem ekki væri hægt að stunda framhaldsmenntun. Sagði hann að stefna ætti óhikað að þessu marki um leið og göngin væru gerð, þetta myndi gjörbreyta ásýnd sveitarfélaganna við utanverðan EyjafjörðFrétt á mbl.is