Stefánsmót í Tölti

Hestamannafélagið GLÆSIR hefur haldið tvö tölt mót í vetur það þriðja og seinasta í þessari mótaröð, var haldið sunnudaginn 1. júní.Það mót ber nafnið Stefánsmót í Tölti og er haldið til minningar um Stefán Stefánssonfrá Móskógum, sem var fyrsti formaður félagsins.Keppt er um stóran og veglegan bikar sem er farandgripur. Gefin af Skyldi og Brynju Stefánsbörnum til minningar um föður sinn.Mótið gekk í allastaði mjög vel, þátttakendur frá Glæsi voru 16 fullorðnir og börnin voru þrjú. Gestakeppendur voru þrír. Frá Barði í Fljótum kom Símon Gestsson,frá Langhúsum í Fljótum kom Arnþrúður Heimisdóttir og frá Finnlandi kom Nína Tauriainen. Þannig að fyrsta mótið um Stefánsbikarinn varð alþjóðlegt.Dómari á mótinu var Skjöldur Skjaldarson barnabarn Stefáns Stefánssonar.Skjöldur Stefánsson afhenti öll verðlaunin á mótinuGlæsis félagar eru ákaflega stoltir, ánægðir og þakklátir fyrir þá vináttu sem Brynja, Skjöldur og þeirra fólk sínir félaginu og starfi þess.