Stórtónleikar í Siglufjarðarkirkju.

Laugardaginn 27. september kl. 20:30 munu söngstjörnurnar Sigrún Hjálmtýsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Kristinn Sigmundsson, ásamt Jónasi Ingimundarsyni, píanóleikara, halda stórtónleika í Siglufjarðarkirkju. Á efnisskránni verða vinsælar aríur, dúettar og terzettar úr þekktum óperum eftir Mozart, Gounod, Bizet og Puccini, svo og íslensk sönglög eftir Sigfús Einarsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sigvalda Kaldalóns, Markús Kristjánsson, Emil Thoroddsen og Bjarna Thorsteinsson. Miðaverð: 2.500 kr.Það er óþarfi að kynna þessa frábæru listamenn, sem nánast allir landsmenn þekkja og fullvíst að það verður enginn svikinn af að hlýða á þá.Það er full ástæða til að hvetja Siglfirðinga til að fjölmenna á þessa tónleika því það er ekki daglegur viðburður að svona góðir listamenn sæki okkur heim.