Sorphirðu frestað til morguns á Siglufirði vegna snjóa

Fjallabyggð vekur athygli á því að samkvæmt sorphirðudagatali átti að losa grænar og svartar tunnur (pappa/pappír og plast) á Siglufirði í dag.  Vegna veðurs og snjóa verður sorphirðu  frestað um einn dag en mikill snjór gera sorplosun erfiða. Þannig hafa íbúar tækifæri til að moka frá tunnum í dag svo sorplosun geti hafist á morgun þriðjudaginn 19. nóvember.

Íslenska Gámafélagið og Fjallabyggð benda íbúum á að moka vel frá sorptunnum sínum og koma þeim að gangstéttum ef þær eru staðsettar á bakvið hús eða ef margar tröppur liggja að þeim. Ef erfitt reynist að komast að tunnum eða ekki mokað að þeim verða þær ekki losaðar.  

Sorphirðudagatal fyrir 2024 er aðgengilegt á heimasíðu Fjallabyggðar og er íbúum ráðlagt að fylgjast með því reglulega.  Losunardagar geta riðlast til vegna óviðráðanlegra aðstæðna eins og veðurs, og að losun fer fram eins fljótt og unnt er þegar aðstæður leyfa.