Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Kynningarfundur í Tjarnarborg

Undirbúningur er hafinn að stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019, í samræmi við samning milli ríkisins og Eyþings. Ákveðið hefur verið að halda fjóra opna svæðafundi til að ræða framtíð svæðanna og landshlutans og safna hugmyndum og forgangsraða þeim.

Fundarstaðir og fundartímar eru eftirfarandi:
18. maí (mánudagur), kl. 19:00 Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði fyrir Út-Eyjafjörð , þ.e. Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.
19. maí (þriðjudagur), kl. 19:00 Menningarhúsið Hof, Akureyri, fyrir Akureyrarbæ og nærsveitir, þ.e. Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Svalbarsstrandarhrepp og Grýtubakkahrepp.
Fundir voru boðaðir 12. og 13. maí í Þingeyjarsýslum.
Fundirnir eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að mæta og taka þátt í að móta stefnu og áherslur landshlutans.