SNOW - Ráðstefna um snjóflóðavarnir á Siglufirði

Dagana 3. - 5. apríl nk. fer fram alþjóðleg ráðstefna um snjóflóðavarnir. Er það Verkfræðingafélag Íslands sem stendur fyrir ráðstefnunni í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og fleiri aðila. Ráðstefnan verður haldin á Sigló hóteli á Siglufirði.

Tilgangur ráðstefnunnar er að fræðast um uppbyggingu ofanflóðavarna á Íslandi síðastliðin 20 ár og kynnast því nýjasta sem er að gerast á sviði ofanflóðavarna annars staðar í heiminum. Ráðstefnan er ætluð fólki frá sveitarstjórnum, stjórnsýslu, rekstraraðilum skíðasvæða, vegagerð, mannvirkjahönnuðum, eftirlitsaðilum og fræðimönnum. Þá mun töluverður fjöldi erlends fagfólks sækja ráðstefnuna.

Þemu ráðstefnunnar eru:

Áhættustjórnun
Umhverfi og samfélag
Skipulag, hönnun, uppbygging og viðhald varnarmannvirkja
Virkni varnargarða byggt á reynslu, tilraunum og tölulegum hermunum.

Gestafyrirlesarar koma frá Noregi, Sviss og Englandi.

Allar nánari upplýsingar asamt dagskrá er að finna á heimasíða ráðstefnunnar er http://snow2019.is/ 

Skoðunarferð verður farin um varnarvirkin á Siglufirði föstudaginn 5. apríl og fjallaskíðaferð 6. apríl.