Snjóflóðavarnargarðar á Siglufirði og Seyðisfirði

Ríkiskaup hefur auglýst útboð á byggingu snjóflóðavarnargarða á Siglufirði og Seyðisfirði fyrir hönd Framkvæmdasýslu ríkisins og Seyðisfjarðarkaupstaðar og Siglufjarðarbæjar. Tilboðum skal skilað vegna Siglufjarðar 8. apríl en Seyðisfjarðar 10. apríl. Á Siglufirði verða byggðir fimm þvergarðar og einn leiðigarður en þvergarðarnir verða samtals um 1.700 metra langir.Á Siglufirði er gert ráð fyrir að byggt verði í þremur áföngum. Fyrst verða nyrstu garðarnir reistir og skal þeim lokið sumarið 2004. Þá hefjast framkvæmdir við upptakastoðvirki í Gróuskarðshnjúk sem reyndar eru ekki hluti af útboðsverkinu en loks verður miðgarðurinn reistur fyrir lok sumars 2005 en bygging þess syðsta á að vera lokið haustið 2006. Útboðsgögn vegna þessara verka verða til sýnis og sölu á skrifstofu Ríkiskaupa frá og með morgundeginum, 18. mars, en tilboðum skal skilað vegna Siglufjarðar 8. apríl en Seyðisfjarðar 10. apríl. Frétt af Local.is