Fjallabyggð verður með smíðavelli fyrir börn fædd 2007-2013 á tímabilinu 6. júlí – 24. júlí á Siglufirði og í Ólafsfirði.
Smíðavellirnir verða opnir þrisvar í viku, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 10:00-12:00 nema síðustu vikuna þá verða vellirnir opnir í fjóra daga frá mánudaginn – miðvikudags og á föstudegi 24. júlí verður boðið upp á grill og gleði.
Verkefnið er í umsjón yfirmanns vinnuskóla Fjallabyggðar.
Samtals verður boðið uppá 10 daga á tímabilinu 6. – 24. júlí og skiptast þeir eftirfarandi:
1. vika opið þrjá daga 6. 7. og 8. júlí
2. vika opið þrjá daga 13. 14.og 15. júlí
3. vika opið fjóra daga 20. 21. 22. og síðan 24. júlí en þá verður grillað og gleði.
Börn sem sækja smíðavellina eru á ábyrgð foreldra og er frjálst að koma og fara á þeim tíma sem smíðavellir eru opnir.
Börn sem sækja smíðavelli fá timbur og nagla á staðnum en þurfa sjálf að koma með hamar og sög.
Staðsetning:
Ólafsfjörður: Á sléttunni norðan við Ólafsveg, (bak við GRÆNU blokkina).
Siglufjörður: Á túninu við Mjölhúsið
Upplýsingar veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri í síma 844 5819, rikey@fjallabyggd.is og Haukur Sigurðsson yfirmaður vinnuskóla í síma 863 1466, haukur@fjallabyggd.is