Skráning á Mannamót 2020

Mannamót 2020

Skráning sýnenda á Mannamót 2020 er hafin. Eindregið er mælt með því að skrá sig sem allra fyrst, því plássin eru fljót að fyllast og þá tekur við biðlisti. Skráningarfrestur er til áramóta, en sem fyrr segir er best að skrá sig sem fyrst.

Markaðsstofur landshlutanna, í samvinnu við flugfélagið Erni og Isavia, setja upp vinnufundinn MANNAMÓT MARKAÐSSTOFA LANDSHLUTANNA fyrir samstarfsfyrirtæki sín fimmtudaginn 16. janúar 2020 kl. 12:00 – 17:00 í Kórnum í Kópavogi.

Mannmót markaðsstofanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru víðs vegar um landið. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda og efla tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismunandi landshlutar eru að bjóða uppá með áherslu á vetrarferðaþjónustu.

Þátttökugjald er 19.000 krónur, plús virðisaukaskattur. Athugið að einungis samstarfsfyrirtæki markaðsstofanna geta tekið þátt sem sýnendur í Mannamóti 2020. Skráningu lýkur 31. desember 2019Hér er hægt að skrá sig.

Hér má finna allar upplýsingar fyrir sýnendur.