Skipulagssvæðið afmarkast af Norðurgötu, Eyrargötu, Vetrarbraut og Aðalgötu
Siglufirði.
Á 150. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þann 6. febrúar 2013 og á 86. fundi
bæjarstjórnar þann 13. febrúar 2013 var samþykkt skipulagslýsing fyrir skólareit á Þormóðseyri skv. 40. gr. skipulagslaga nr.
123/2010.
Skipulagslýsingin er nú til kynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Skipulagssvæðið afmarkast af Norðurgötu, Eyrargötu, Vetrarbraut og Aðalgötu, Siglufirði.
Viðfangsefni deiliskipulagsins er að skilgreina lóðir innan götureitsins og byggingarreit fyrir fyrirhugaða viðbyggingu skólahúsnæðis,
ásamt því að leysa bílastæðamál vegna skólans.
Gert er ráð fyrir að deiliskipulagstillagan verði í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Skipulagslýsingin liggur frammi á heimasíðu Fjallabyggðar og einnig á tæknideild Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði frá
14. febrúar 2013 til 22. febrúar 2013 á skrifstofutíma, 9:30 – 12:00 og 13:00 - 15:00.
Athugasemdum skal skilað á tæknideild Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði fyrir 22. febrúar 2013
og skulu þær vera skriflegar.
Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um deiliskipulagið og það kynnt skv.
skipulagslögum.
Skólareitur á Þormóðseyri, skipulagslýsing“ (tengill) /static/files/Siglo-skolareitur-dsk-lysing-050213_1.pdf