Skólamáltíðir - útboð

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í skólamáltíðir fyrir nemendur og starfsfólk í tveimur skólum sveitarfélagsins frá og með 1. september 2010 – 3. júní 2012.

Grunnskóli Fjallabyggðar er í Ólafsfirði með 65 nemendur í 1.-6. bekk og á Siglufirði með 208 nemendur í 1.-10. bekk. Bjóða á upp á heitar máltíðir í hádegi alla starfsdaga grunnskólans.

Hægt er að nálgast útboðsgögn á bæjarskrifstofum sveitarfélagsins, Ólafsvegi 4, 625 Ólafsfirði og Gránugötu 24, Ráðhúsi, 580 Siglufirði eða hér fyrir neðan. 

Útboðsgögn fyrir Siglufjörð  

Útboðsgögn fyrir Ólafsfjörð

Skóladagatal Fjallabyggðar


Tilboðum skal skilað á bæjarskrifstofur Fjallabyggðar til Karítasar Skarphéðinsdóttur Neff, fræðslu- og menningarfulltrúa eigi síðar en 21. júní 2010 og verða þau opnuð á bæjarskrifstofum í Ólafsfirði og Siglufirði 22. júní kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Karítas Skarphéðinsdóttir Neff
Fræðslu- og menningarfulltrúi

karitas@fjallabyggd.is