Skólaakstur - tímabundin breyting

Senn líður að jólaleyfi í Grunnskóla Fjallabyggðar. Það þýðir að ferðir skólarútunnar munu breytast á næstu dögum og frá og með 21. desember verða umtalsvert færri ferðir farnar á milli byggðarkjarna.

Mánudaginn 19. desember eru litlu jól hjá unglingastigi grunnskólans (8.-10. bekk) og þá verður bætt við ferðum sem hér segir:

kl. 17:00 frá Siglufirði
kl. 17:40 frá Ólafsfirði
kl. 20:00 frá Siglufirði

Þriðjudaginn 20. desember, sem er síðasti skóladagur þessarar annar, verða ferðir sem hér segir:

Frá Siglufirði 09:40               
Frá Ólafsfirði 12:00

Á tímabilinu 21. desember til 3. janúar verður morgunferð frá Siglufirði kl. 07:15 og til baka frá Ólafsfirði kl. 07:40. Seinni partinn verður ferð frá Siglufirði kl. 16:10 og til baka frá Ólafsfirði kl. 16:30. Akstursdagar eru:

Miðvikudagur 21. desember
Fimmtudagur 22. desember
Föstudagur 23. desember

Þriðjudagur 27. desember
Miðvikudagur 28. desember
Fimmtudagur 29. desember
Föstudagur 30. desember
Mánudagur 2. janúar

Allar ferðir þessa daga miðast við Ráðhústorgið á Siglufirði og íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði.

Skólastarf hefst aftur þriðjudaginn 3. janúar og þá verða ferðir skólarútunnar aftur samkvæmt aksturstöflu.