Skógræktarfélag Siglufjarðar 75 ára

Í tengslum við aðalfund Skógræktarfélags Ísland, sem fram fer á Akureyri um helgna, verður reitur Skógræktarfélags Siglufjarðar formlega opnaður undir merkjum Opins skógar. Skógræktarfélag Siglufjarðar fagnar 75 ára afmæli á þessu ári og nú hefur aðstaða fyrir gesti skógarins verið bætt til muna, meðal annars með vegabótum og nýju bílastæði.
Af þessu tiefni verður hátíðardagskrá, í dag, föstudaginn 14. ágúst, kl. 15:00-16:30.

Dagskrá:
- Kristrún Halldórsdóttir, formaður Skógræktarfélags Siglufjarðar, býður gesti velkomna
- Lúðraþytur
- Opnun
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra
Páll Samúelsson og Elín Jóhannesdóttir
- Hátíðarsamkoma í Árhvammi
- Ávörp flytja:
Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands
Kristinn Kristjánsson, varaformaður bæjarráðs Fjallabyggðar
- Frumsamið afmælisljóð – Páll Helgason
- Veitingar
- Barnahorn – sérstök dagskrá fyrir börn
- Tónlist – Hljómsveitin „Heldri menn“