Skipulagslýsing - Miðbær, Siglufirði

Skipulagslýsing - Miðbær, Siglufirði
Skipulagslýsing - Miðbær, Siglufirði

Á 202.fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar og á 454.fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var samþykkt skipulagslýsing fyrir miðbæ Siglufjarðar.

Skipulagslýsingin er nú til kynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga. 

Svæðið sem deiliskipulagið nær til er hluti miðbæjar Siglufjarðar og afmarkast af baklóðum við Suðurgötu 2-10 til vesturs, af lóðarmörkum norðan Aðalgötu til norðurs, af lóðarmörkum austan Grundargötu og lóðarmörkum vestan Gránugötu 23-25 til austurs og af höfninni til suðurs. Eins og fram kemur í skipulagslýsingu felst verkefnið í því að vinna deiliskipulag fyrir hluta af miðbæ Siglufjarðar í Fjallabyggð. Deiliskipulagið felur í sér að skilgreina fyrirkomulag gatna, bílastæða, útivistar- og almenningssvæða, göngustíga og gangstétta ásamt mögulegri uppbyggingu svæðisins til framtíðar. Snorragata og Túngata liggja í gegnum skipulagssvæðið að hluta og þar sem göturnar eru skilgreindar sem þjóðvegur í þéttbýli verður útfærsla gatnanna unnin í samráði við Vegagerðina.

Skipulagslýsingin liggur frammi á heimasíðu Fjallabyggðar, www.fjallabyggd.is og einnig á tæknideild Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði á skrifstofutíma frá 10. – 24.september 2016.

Athugasemdum skal skilað á tæknideild Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði fyrir kl. 15:00 þann 24. september 2016 og skulu þær vera skriflegar, eða á netfangið armann@fjallabyggd.is.

Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um deiliskipulagið og það kynnt skv. skipulagslögum.

Bæjarstjóri Fjallabyggðar.

Miðbær Siglufjarðar, skipulagslýsing (tengill)