Skipulagslýsing fyrir Vesturtanga


Á 161. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þann 6. nóvember 2013 og á 94. fundi bæjarstjórnar þann 13. nóvember 2013 var samþykkt skipulagslýsing fyrir Vesturtanga á Siglufirði skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagslýsingin er nú til kynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Skipulagssvæðið afmarkast af Snorragötu í vestri, Suðurtanga í norðri og fyrirhugaðri framlengingu Vesturtanga í austri.
Viðfangsefni deiliskipulagsins er að skipuleggja tvær lóðir fyrir sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti.

 

Gert er ráð fyrir að deiliskipulagstillagan verði í samræmi við gildandi aðalskipulag. Skipulagslýsingin liggur frammi á heimasíðu Fjallabyggðar og einnig á tæknideild Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði frá 14. nóvember 2013 til 28. nóvember 2013 á skrifstofutíma, 9:30 – 12:00 og 13:00 - 15:00.

Athugasemdum skal skilað á tæknideild Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði fyrir 28. nóvember 2013 og skulu þær vera skriflegar.
Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um deiliskipulagið og það kynnt skv. skipulagslögum.

 

 

Vesturtangi, skipulagslýsing (tengill)