Skíðavertíðinni lokið

Rekstraraðilar Skíðasvæðisins í Skarðsdal hafa nú gefið það út að skíðavertíðinni 2014/2015 sé lokið og er búið að loka svæðinu. Veturinn var frekar erfiður út frá tíðarfari og var opið í 88 daga af 168 á tímabilinu frá 1. desember 2014 til 17. maí 2015. 10.789 gestir komu á svæðið á þessu tímabili sem gera um 122 gestir pr. opnunardag. Starfsmenn skíðasvæðisins þakka öllum sem heimsóttu þá í vetur kærlega fyrir komuna og vonast til að sjá sem flesta aftur á næsta vetri.