Skíðasvæðið í Skarðsdalnum verður opnað um helginna.

Nú er komið að því að opna skíðasvæðið í Skarðsdal. Fyrsti opnunardagur verður laugardaginn 5. des Við opnum kl 10 og verðum með opið til kl 16. Frítt verður fyrir alla fyrsta daginn. Það hefur snjóað töluvert hjá okkur, vinna stendur yfir á öllum svæðum og snjór er mis mikill eftir svæðum, nánari upplýsingar þegar líður nær helginni inn á heimasíðu skíðasvæðisins: http://skard.fjallabyggd.is    

Árskortasala er hafin, hægt er að kaupa þau í fjallinu og eða panta í síma: 893-5059/467-1806 eða tölvupósti   egillrogg@simnet.is, greiða verður fyrir kortin fyrir 1. janúar 2010, verð á barnakorti er kr. 5.000, fullorðinskort kr. 11.000 og hjónakort kr. 21.000. Ath öll kort hækka 1. janúar um 2.000 kr. per stk. Árskort 2009 gilda fram að áramótum.

Sjáumst hress í Skarðsdalnum í vetur.
Starfsfólk.