Skemmtiferðaskip á Siglufirði á morgun

Skemmtiferðaskipið Spirit of Adventure heimsækir Siglufjörð á morgunlaugardaginn 6. júní. Skipið leggst að bryggju um klukkan 9:00 á laugardagsmorgun og fer aftur kl. 13.

 

Um 350 farþegar frá Skotlandi eru um borð. Skipið er leigt af samtökum sem heita National Trust for Scotland, sem sérhæfa þau sig í minjavörslu eyja og kastala í Skotlandi, og er á hringferð um Ísland. Farþegar skipsins munu heimsækja Síldarminjasafnið og ganga um bæinn og skoða sig um.

Fjallabyggð vonast til að bæjarbúar taki vel á móti gestunum og veitinga- og þjónustuaðilar hafi opið fyrir hádegi á laugardag svo að gestirnir geti keypt sér veitingar og minjagripi.  

Skipið er það stærsta sem komið hefur til Siglufjarðar og hópurinn á sama tíma sá fjölmennasti sem heimsótt hefur Siglufjörð  heim.  Þetta er einnig stærsti hópur sem heimsótt hefur Síldarminjasafnið. Hópnum verður skipt í tvennt og verða a.m.k. 100 manns í hvorum hópi. Gestunum til skemmtunar verða söltunarsýningar og söngatriði að ógleymdu brennivínssnafsi og síldar smakki.