Sjómenn heiðraðir á Sjómannadaginn í Fjallabyggð

Mynnisvarði um drukknaða sjómenn á Siglufirði
Mynd: Steingrímur Kristinsson
Mynnisvarði um drukknaða sjómenn á Siglufirði
Mynd: Steingrímur Kristinsson

Sjómannadagurinn hefur í langan tíma verið haldinn hátíðlegur í Ólafsfirði enda mikilvægur í augum íbúa svæðisins og sjómennskan nátengd sögu Ólafsfjarðar. Sjómannadagsráð Ólafsfjarðar hefur alla tíð lagt mikið upp úr því að halda veglega hátíð í tilefni sjómannadagsins og stendur hátíðin yfir í þrjá daga. Þannig hefur hátíðin markað sér sérstöðu á Norðurlandi, enda kemur fólk víða að til að skemmta sér og njóta dagsins í Ólafsfirði. 

Í ár heiðraði Sjómannafélag Ólafsfjarðar Guðmund Ólafsson fyrir sjómennsku í hálfan fimmta áratug við hátíðlega athöfn  í Ólafsfjarðarkirkju. Við athöfnina flutti Ásgeir Frímannsson ræðu.

Á Siglufirði var hátíðleg stund þegar Slysavarnadeildin Vörn lagði blómsveig við minnisvarðann um drukknaða sjómenn sem stendur á Rammalóðinni og heiðraði þar tvo sjómenn fyrir störf þeirra á sjó þá Hauk Jónsson og Ólaf Gunnarsson.  Við athöfnina flutti Kolbeinn Óttarsson Proppé ávarp.

Fjallabyggð óskar þessum heiðursmönnum innilega til hamingju með daginn og heiðursorðuna.

 

Haukur Jónsson og Ólafur Gunnarsson ásamt Kolbeini Proppé.            Guðmundur Ólafsson og kona hans Hafdís Jónsdóttir

 

Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru við þetta tilefni.