Sjávardýragarður í Ólafsfirði.

Sjávardýragarðurinn
Sjávardýragarðurinn
Um Sjómannadagshelgina var formlega tekin í notkun sjávardýragarður í Ólafsfirði. Búið er að mála hafnargarðinn og setja á hann sjávardýr af ýmsum stærðum og gerðum. 
Anna María Guðlaugsdóttir, forstöðumaður Tjarnarborgar, á hugmyndina að verkinu og fékk hún til liðs við sig nemendur í grunnskólanum sem gerðu skapalón fyrir sjávardýrin og máluðu þau á hafnargarðinn. María B. Leifsdóttir sá svo um að skrifa texta.
Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður sá um formlega opnun og voru nemendur fengnir til að sleppa blöðrum í loft upp sem tákn um að sjávardýragarðurinn væri tekin í notkun. Það er vel þessi virði að taka rúnt um hafnargarðinn í Ólafsfirði og líta listaverkin augum.


Þorbjörn Sigurðsson sá um formlega opnun á sjávardýragarðinum.


María B. Leifsdóttir og Anna María Guðlaugsdóttir.


Grindahvalur í sjávardýragarðinum.


Sjávardýragarðurinn í Ólafsfirði.