Sirkus Íslands á Síldarævintýrinu

Síðasta sumar sáu rúmlega 21.000 manns sýningar Sirkus Íslands. Í ár er ferðalaginu heitið til Vestmannaeyja, Blönduóss, Fáskrúðsfjarðar og Siglufjarðar. Einnig verður tjaldað á Klambratúni í Reykjavík. 

Þrjátíu sirkuslistamenn manna sirkuslestina og sjá um öll störf í sirkusnum. Þeir sýna loftfimleika, klæðast trúðabúningum, elda mat, selja miða, rúlla sér á hjólaskautum, leika ljón, spúa eldi, poppa, snúa kandíflosi, sjá um miðasölu, húlla, takast á loft, stela senunni, og setja upp og taka niður Jöklu, sem er fyrsta farandsirkustjaldið á Íslandi.

Þrjár mismunandi sýningar verða sýndar á hverjum stað. Heima er best er stóra fjölskyldusýningin, S.I.R.K.U.S. er krakkasýningin – hún er sérsniðin að leikskólaaldri, þó ekki á kostnað eldri áhorfenda og svo er það fullorðinssirkusinn Skinnsemi er sirkuskabarett með fullorðinsbragði sem er bönnuð innan 18 ára.

Nánari upplýsingar veita:
Margrét Erla Maack, fjölmiðlafulltrúi og sirkusmær, í síma 6632548
Lee Nelson, sirkusstjóri, í síma 6600740
Daníel Birgir Hauksson, sirkuslistamaður, í síma 6926496

Miðasalan fyrir sirkussumarið 2015 hófst mánudaginn 1. júní

Síldarævintýrið á Siglufirði 30. júlí - 3. ágúst: http://midi.is/leikhus/1/8984/Sirkus_Islands_Siglufjordur