Siglóport (kolaport) á skírdag.

Fimmtudaginn 9. apríl (skírdag) verður sett upp Siglóport (kolaport) í Alþýðuhúsinu á Siglufirði frá klukkan 14:00-17:00 þar sem fyrirtæki og einstaklingar geta selt vörur sínar. Hugmyndin er hluti af landsbyggðarverkefni sem Grunnskóli Siglufjarðar hefur verið þátttakandi í í vetur og fékk nemandi í 10. bekk (Sigurður Hrannar) sérstaka viðurkenningu fyrir þessa hugmynd sína. Hér á heimasíðunni er einnig könnun á áhuga á „Kolaporti“  á Siglufirði. Könnun þessi er einnig hluti af verkefninu.

Ef áhugi er fyrir sölu hafið þá samband við Dóru Elíasar (netfang: halldora@sigloskoli.is , gsm: 8480167).

Dómnefnd frá Landsbyggðarvinum mætir á svæðið og tekur út verkið. Við hvetjum alla til að mæta og hjálpa okkur að gera þetta mögulegt.