03.02.2003
Í gær fór fram val á íþróttamanni ársins 2002 á Siglufirði. Athöfnin fór fram í bíósalnum og voru veitingar í boði Siglufjarðarkaupstaðar. Sandra Sigurðardóttir hlaut nafnbótina "Íþróttamaður ársins 2002 á Siglufirði" og er óhætt að segja að hún sé vel að titlinum komin. Sandra er einn af lykil leikmönnum í liði Þór/KA/KS í efstu deild kvenna og spilaði m.a. með tveimur landsliðum á síðasta ári, þ.e. landsliði U17 og U19 ára, og þótti standa með miklum ágætum. Auk þessa var hún valin besti markvörður í efstu deild í síðari umferð íslandsmótsins. Íþróttamenn einstakra greina voru jafnframt valdir og voru þeir eftirfarandi:Skíði:Stúlkur 13-16 ára - Salóme Rut KjartansdóttirDrengir 13-16 ára - Arnar Þór BjörnssonÍþróttir fatlaðra:Konur 17 ára og eldri - Hrafnhildur SverrisdóttirGolf:Drengir 13-16 ára - Jóhann Már SigurbjörnssonKarlar 17 ára og eldri - Ólafur Þór ÓlafssonBadminton:Drengir 13-16 ára - Arnar Þór BjörnssonKnattspyrna:Stúlkur 13 - 16 ára - Sandra SigurðardóttirDrengir 13 - 16 ára - Sigurbjörn HafþórssonKonur 17 ára og eldri - Ásdís Jóna SigurjónsdóttirKarlar 17 ára og eldri - Sasa Durasovic.