Mynd: Aðsend
Samstarf í þágu útflutningshagsmuna - Utanríkisráðherra og fulltrúar Íslandsstofu ræða samstarf og þjónustu við íslenskar útflutningsgreinar á Norðurlandi
Utanríkisráðuneytið og Íslandsstofa bjóða til samtalsfundar í Hofi á Akureyri miðvikudaginn 13. nóvember nk. Þar munu Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu og Bergþóra Halldórsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, ræða samstarf og þjónustu við íslenska útflytjendur. Fundurinn fylgir m.a. eftir vinnustofu sem haldin var fyrr á árinu í tengslum við mótun framtíðarstefnu fyrir íslenskan útflutning.
Hvar: Hofi, Akureyri (salurinn Naust), Strandgötu 12.
Hvenær: Miðvikudaginn 13. nóvember kl. 12.00-13.30.
Allir velkomnir en skráning er nauðsynleg. Boðið verður upp á léttar hádegisveitingar.
SKRÁ MIG
Um er að ræða samstarfsverkefni Íslandsstofu og utanríkisráðuneytisins
Fréttatilkynningin er aðsend.