Samningur um uppbyggingu skíðagöngubrautar í Ólafsfirði

Þórir Kr. Þórisson og Jón Konráðsson
Þórir Kr. Þórisson og Jón Konráðsson
Nú rétt í þessu skrifuðu Þórir Kr. Þórisson, bæjarstjóri og Jón Konráðsson fh. Skíðafélags Ólafsfjarðar undir samning  um uppbyggingu á skíðagöngubraut í Ólafsfirði til næstu fimm ára. 

Nú þegar hafa aðilar innan Skíðafélags Ólafsfjarðar lagt ómælda sjálfboðavinnu við að gera brautina eins og hún er í dag og með þessum samningi er búið að tryggja frekari uppbyggingu á brautinni þannig að hægt verði að klára hana. Brautin mun nýtast skíðagöngufólki á veturna og ekki síður almenningi til göngu á sumrin. Meðal þess sem verður gert er að klára jarðvegsvinnu, gróðursetja trjágróður, lýsing kláruð og snjógirðingar settar upp. 

mynd_009_640