Samningur Siglufjarðarkaupstaðar og INVEST um atvinnuráðgjafa.

Gert er ráð fyrir að samningur á milli Siglufjarðarkaupstaðar og INVEST, Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra, um ráðningu atvinnuráðgjafa til Siglufjarðar verði undirritaður á næstu dögum.Verkefni ráðgjafans felast í allri almennri atvinnuráðgjöf og aðstoð við fyrirtæki, einstaklinga og stofnanir auk þess sem hann mun vinna að atvinnuþróunarverkefnum fyrir Siglufjörð og á svæði INVEST. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf sem gefur ómetanlega innsýn í atvinnumál landsbyggðarinnar.Starfmaður verður ráðinn af INVEST og er þegar búið að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi menntun eða reynslu af viðskiptum og rekstri, hafi innsæi og áhuga á atvinnulífi á landsbyggðinni og hafi frumkvæði í starfi. Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar n.k. en frekari upplýsingar veitir Baldur Valgeirsson framkvæmdastjóri hjá INVEST. (balval@inv.is)Umsóknir um starfið óskast sendar til Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra, Þverbraut 1, 540 Blönduósi, merktar "Atvinnuráðgjafi - Siglufirði".